Sólveig Indriðadóttir hefur verið ráðin náms- og starfsráðgjafi/verkefnastjóri h…

Sólveig Indriðadóttir hefur verið ráðin náms- og starfsráðgjafi/verkefnastjóri h...
[ad_1]

Sólveig Indriðadóttir hefur verið ráðin náms- og starfsráðgjafi/verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og hefur hún þegar hafið störf.

Sólveig brautskráðist sem stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 2010. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2015 og innritaðist þá um haustið í meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.

MA-prófinu lauk hún árið 2017 og skoðaði í lokaverkefni sínu hversu margir lykju formlegri prófgráðu eftir raunfærnimat.
Sólveig tók hluta af vettvangsnámi í náms- og starfsráðgjöf hjá IÐUNNI fræðslusetri í Reykjavík þar sem hún vann m.a. að fullorðinsfræðslu og raunfærnimati í iðngreinum.

Að loknu námi í HÍ var Sólveig í einn vetur umsjónarkennari í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði en starfaði síðan í eitt ár hjá IÐUNNI fræðslusetri þar sem verkefni hennar tóku m.a. til náms- og starfsráðgjafar, raunfærnimats og fjarnámskeiða.

[ad_2]
Efst á síðu