Hvað er raunfærnimat?

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunverulegri þekkingu og færni einstaklings óháð því hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur öðlast t.d. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Í raunfærnimati er þekking metin í gegnum viðtöl og gátlista, ekki er farið í neinn próf eða nám í ferlinu sjálfu.

Niðurstöður raunfærnimats eru m.a. nýttar til að stytta nám eða sýna fram á og auka færni á vinnumarkaði. Raunfærnimat er öflugur hvati fyrir einstaklinga til  frekari hæfniþróunar í starfi og/eða til áframhaldandi náms.

Greinargóðar upplýsingar um ferlið má finna hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífins.

Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað við að stytta leið að formelgu námi

Af hverju raunfærnimat?

Markmiðið er að sá sem fer í raunfærnimat fái viðurkennt það sem hann kann í raun og veru og þurfi ekki að sækja nám í efni sem hann þegar kann. Raunfærnimat til styttingar á námi miðar að því að meta raunfærni sem jafngilda námsáfanga eða hluta af námsáfanga og skipuleggja nám einstaklingsins með tilliti til raunfærni hans. Raunfærnimat er ekki gjaldfelling náms á nokkurn hátt og er hæfni metin út frá námsskrá hverju sinni. Allir þátttakendur fara í gegnum sameiginlegt matsferli og fá viðtöl og eftirfylgni náms- og starfsráðgjafa.

Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati er 23 ára lífaldur og þriggja ára starfsreynsla í viðkomandi starfsgrein. Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Raunfærnimat er aldrei nóg eitt of sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Fyrirkomulag raunfærnimats

Hægt er að taka raunfærnimat í nokkrum skilgreindum greinum sem boðið er uppá hjá Símenntun á Vesturlandi.

Skref 1.

Hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Símenntun og bóka viðtal um raunfærnimat í þinni grein.
Í viðtalinu færðu nánari upplýsingar um raunfærnimatið og ferlið sem farið er í gegnum ásamt leiðbeiningar um þau gögn sem þarf að skila inn.

Skref 2.

Þú skilar inn til náms- og starfsráðgjafa þeim gögnum sem óskað er eftir. Það eru gögn eins og staðfesting á fyrra námi, námskeiðum eða menntun, staðfesting á vinnutímum og vinnuferil í greininni ofl.

Skref 3.

Næst er margsskonar yfirferð gátlista, sjálfsmat og færniskráning sem fer fram. Ýmist þarft þú að fylla út listana sjálf/ur/t og skila inn eða þú ferð í viðtöl með matsaðila.

Skref 4.

Matsaðilar gefa út niðurstöðu um þá námsáfanga sem þú telst þegar hafa þekkingu í. Áfangarnir eru skráðir inn í INNU og þar með gilda þeir inn í skráða námsbraut.
Þú þarft þá að skrá þig í námið og ljúka þeim áföngum sem eftir standa til að ljúka náminu formlega.

Nánari upplýsingar veita náms- og starfsráðgjafar Símenntunar.

Efst á síðu