Fyrirtækjaþjónusta

Í fyrirtækjum og stofnunum skiptir þjálfun á starfsfólki miklu máli til að tryggja gæði og gott starfsumhverfi. Með aukinni færni og þekking starfsfólks aukast afköst, skilvirkni og hagkvæmni í rekstri ásamt því að starfsmenn verða öruggari og líður sjálfum betur í starfi.

Fyrirtæki þurfa sífellt að vera að skapa ferla og þjálfa starfsfólk til að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavinarins. Mikil starfsmannavelta er kostnaðarsöm og eru starfsmenn sú auðlind sem fyrirtæki byggja á til að ná samkeppnislegum yfirburðum.

Símenntun á Vesturlandi býður upp á fjölbreytt námskeið og ráðgjöf til fyrirtækja til að auka færni og þekkingu starfsmanna.

Við komum til þín og gerum þarfagreiningu, metum stöðuna og vinnum að áætlun til að ná settum markmiðum.

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband í síma 437 2390 eða sendu okkur tölvupóst.

Efst á síðu