EQM gæðakerfið

Símenntunarmiðstöðin er viðurkenndur fræðsluaðili samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og starfar samkvæmt EQM gæðakerfinu, e. European Quality Mark.

EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er vottunaraðili EQM á Íslandi, en BSI vottunarstofa hefur tekið út starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar árlega frá árinu 2012.

Í úttektinni er m.a. tekið mið af gæðum þjónustunnar sem Símenntunarmiðstöðin veitir, hvaða verklagsreglur eru settar, hvernig þeim er framfylgt og hvernig starfshættir Símenntunarmiðstöðvarinnar samræmast viðurkenndum gæðaviðmiðum.

Símenntunarmiðstöðin hefur staðist með ágætum reglulegar úttektir frá BSI á Íslandi þar að lútandi. Ánægja er á meðal starfsmanna með gæðakerfið. Með tilkomu þessa gæðakerfis og reglulegu eftirliti með því, eru starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar sífellt með gæðahugsunina á bak við eyrað og ávallt er verið að bæta og breyta starfsháttum með gæðamálin að leiðarljósi .

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um EQM gæðakerfið: http://www.europeanqualitymark.org/home/