Þjónusta við innflytjendur

Náms- og starfsráðgjöf býðst einnig fólki af erlendum uppruna og hefur Símenntun á Vesturlandi sérhæft sig í fjölmenningarlegri ráðgjöf.

Náms- og starfsráðgjafar veita meðal annars aðstoð við eftirfarandi:

  • Gefa upplýsingar um tækifæri til menntunar, atvinnu og starfsþróunar
  • Aðstoða við ákvarðanatöku um menntun og atvinnuval
  • Hjálpa við að yfirstíga námshindranir
  • Veita einstaklingsráðgjöf eða hópleiðsögn um menntun og atvinnu
  • Veita ráðgjöf vegna persónulegra mála
  • Hjálpa til við færnikortlagningu, ferilskrárgerð og starfsumsóknir
  • Styðja og hvetja til símenntunar

Viðfangsefni með einstaklingum eru til dæmis:

  • Sjálfsmat (áhugasvið, mat á færni, styrkleikar og veikleikar, reynsla og hæfni)
  • Færnimappa og ferilskrá
  • Námstækni og skipulag
  • Markmiðasetning
  • Lesblindugreining
  • Að finna ný tækifæri (menntun, námsstyrki, atvinnu)

Nánari upplýsingar veita náms- og starfsráðgjafar Símenntunar á Vesturlandi.

Efst á síðu