Fræðslustjóri að láni

Símenntun á Vesturlandi veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf undir heitinu Fræðslustjóri að láni í samvinnu við starfsmenntasjóði. Verkefnið byggist á að lána fyrirtækjum ráðgjafa sem er sérhæfður í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun sem metur þörf fyrir fræðslu eða þjálfun innan fyrirtækisins.

Þarfagreining getur verið framkvæmd með ýmsu móti og fer það eftir stærð fyrirtækis og verkefninu í heild.

Afurð verkefnisins er sérsniðin fræðsluáætlun til að efla þjálfun starfsfólks, greiða leið að markmiðum fyrirtækisins og koma til móts við þarfir þess.

Hægt er að sækja um styrk fyrir verkefninu Fræðslustjóri að láni – Símenntun aðstoðað við slíkar umsóknir.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband í síma 437 2390 eða sendið tölvupóst.

Efst á síðu