Þjónusta við fjarnema

Símenntun sinnir þjónustu við fjarnema framhalds- og háskóla og er eitt mikilvægasta hlutverkið að gera fjarnemendum kleift að taka próf í heimabyggð. Alls er boðið upp á prófaðstöðu og þjónustu á sex stöðum á Vesturlandi.
Símenntun sér um að útvega aðstöðu og yfirsetufólk á viðeigandi stöðum og tímum eftir þörfum.

Verkefnastjóri fjarprófa Jovana Pavlovic er tengiliður prófumsýslu, og allar fyrirspurnir berast á netfangið jovana@simenntun.is eða í síma 437-2394.

Öll upplýsingamiðlun til nemenda um fjarprófin sjálf, tíma, stað og fyrirkomulag er á höndum skólanna sjálfra. Athugið að skólarnir sjálfir hafa einnig samband við Símenntun á Vesturlandi ef nemandi úr þeim skóla óskar eftir því að þreyta próf, það er að segja skólanir veita Símenntun upplýsingar um tíma-og dagsetningu prófa og nafn nemenda.

Við viljum eindregið benda skólum á að hafa samband við verkefnastjóra fjarprófa hjá Símenntun tímanlega, svo hægt sé örugglega að útvega prófvörð og kennslustofu. Nemendur þurfa einnig að skrá sig tímanlega í próf (helst í byrjun annar), með því að láta skólann sinn vita.

Hér má finna prófreglur Símenntunar á Vesturlandi

Yfirlit yfir prófstaði:

  • Akranes: Húsnæði Símenntunar á Vesturlandi, Smiðjuvellir 28
  • Borgarnes: Húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8
  • Búðardalur: Stjórnsýsluhús Dalabyggðar, Miðbraut 11 (Fyrsta hæð í húsnæði Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs)
  • Grundarfjörður: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44
  • Snæfellsbær: Félagsheimilið Röst, Hellissandi, Snæfellsás 2
  • Stykkishólmur: Tónlistarskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11

Gjald fyrir próftöku

Tekið er umsýslu og þjónustugjald fyrir hvert próf sem nemandi tekur á prófstöðum Símenntunar og fer upphæðin eftir áætlaðri lengd prófs.
Sum stéttarfélög greiða niður próftöku, hafið samband við verkefnastjóra fjarprófa til að fá undirritaða kvittun.

Símenntun áskilur sér rétt til að breyta gjaldskrá án fyrirvara.

Gjaldskrá

  • Prófgjald skal lagt inn á reikning Símenntunar: 0354-26-3553, kt. 540199-3539
  • Sýna þarf fram á greiðslu áður en próf hefst á prófdegi, setja skal inn heiti prófs sem skýringu og sýna prófverði kvittun við upphaf prófsins.

Hvers vegna er innheimt gjald?

Í september 2022 ákvað stjórn Símenntunar á Vesturlandi að hefja gjaldtöku fyrir fjarpróf. Fram að þeim tíma hafði Símenntun tekið á sig allan kostnað við þessa þjónustu en fengið örlítinn styrk frá ríkinu árlega upp í þann kostnað. Símenntun er skv. samningum við ríkið skilt að bjóða upp á þjónustu við fjarnema á Vesturlandi.

Á Vesturlandi er fjarprófsaðstaða á sex stöðum. Á nánast öllum þeim stöðum þarf bæði að leigja húsnæði og greiða verktaka fyrir yfirsetu á þeim dögum sem óskað er eftir. Símenntun hefur gott fólk til að sinna þessum verkum og húsnæði sem hentar á hverjum stað, en óhjákvæmilega fylgir því talsverður kostnaður.

Í sumum tilfellum greiða skólarnir sjálfir fyrir fjarprófsþjónustu sinna nemenda en í flestum tilfellum fellur þessi kostnaður beint á nemendurna sjálfa. Mögulegt er að fá gjaldið endurgreitt af stéttarfélagi viðkomandi ef við á.

Upphæð gjalds var ákveðið út frá lágmarki til þess að ná upp í kostnað á móti veittum styrk, ásamt samanburði við það gjald sem aðrir taka, sem veita þessa sömu þjónustu annars staðar. Verðið hjá öðrum er allt frá 4000 kr til 6500 kr fyrir hvert próf. Hvergi annars staðar er þjónustunni dreift á fleiri en einn stað svo raunkostnaður þjónustunnar er hærri hjá Símenntun miðað við aðra.

Efst á síðu