Símenntun sinnir þjónustu við fjarnema háskóla og er eitt mikilvægasta hlutverkið að gera fjarnemendum kleift að taka próf í heimabyggð. Alls er boðið upp á prófaðstöðu og þjónustu á sex stöðum á Vesturlandi.
Símenntun sér um að útvega aðstöðu og yfirsetufólk á viðeigandi stöðum og tímum eftir þörfum. Öll upplýsingamiðlun til nemenda um fjarprófin sjálf, tíma, stað og fyrirkomulag er á höndum skólanna sjálfra.
Tnegiliðir fyrir prófumsýslu eru náms- og starfsráðgjafar.
Tekið er umsýslu og þjónustugjald fyrir hvert próf sem nemandi tekur á prófstöðum Símenntunar og fer upphæðin eftir áætlaðri lengd prófs.
Prófgjald hvers nemanda fer þó aldrei yfir 16.000 kr á hverri önn , óháð fjölda og lengd prófa.
Sum stéttarfélög greiða niður próftöku, hafið samband við simenntun@simenntun.is til að fá undirritaða kvittun.
Símenntun áskilur sér rétt til að breyta gjaldskrá án fyrirvara.
Nemendur þurfa að skrá sig tímanlega í próf (helst í byrjun annar), með því að láta skólann sinn vita.