Þjónusta við fjarnema háskóla

Símenntun sinnir þjónustu við fjarnema háskóla og er eitt mikilvægasta hlutverkið að gera fjarnemendum kleift að taka próf í heimabyggð. Alls er boðið upp á prófaðstöðu og þjónustu á sex stöðum á Vesturlandi.

Yfirlit yfir prófstaði:

  • Akranes: Húsnæði Starfsendurhæfingar Vesturlands, Suðurgata 57 – Gamla Landsbankahúsið efsta hæð
  • Borgarnes: Húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8
  • Búðardalur: Stjórnsýsluhús Dalabyggðar, Miðbraut 11 – Fyrsta hæð í húsnæði Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs
  • Grundarfjörður: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44
  • Ólafsvík: Átthagastofa Snæfellsbæjar, Kirkjutúni 2
  • Stykkishólmur: Grunnskólinn Stykkishólmi, Borgarbraut 6

Tnegiliðir fyrir prófumsýslu eru náms- og starfsráðgjafar.

Gjald fyrir próftökur

Tekið er gjald fyrir hvert próf sem nemandi tekur á prófstöðum Símenntunar og fer upphæðin eftir áætlaðri lengd prófs. Prófgjald hvers nemanda fer þó aldrei yfir 16.000 kr á hverri önn , óháð fjölda og lengd prófa.
Símenntun áskilur sér rétt til að breyta gjaldskrá án fyrirvara.

Gjaldskrá

Prófgjald skal lagt inn á reikning Símenntunar: 0354-26-3553, kt. 540199-3539 og ber nemendum að sýna prófverði kvittun fyrir greiðslu áður en próftaka hefst. 

Nemendur þurfa að skrá sig tímanlega í próf (helst í byrjun annar), með því að láta skólann vita og senda póst á simenntun@simenntun.is

Mikilvægt er að fjarnemendur láti starfsfólk Símenntunar vita ef þeir, af einhverjum ástæðum, geta ekki mætt í próf sem þeir eru skráðir í.

Hér má finna prófreglur Símenntunar á Vesturlandi

Efst á síðu