Nám fyrir fatlað fólk

Fjölmennt

Símenntun er með þjónustusamning við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð um sí- og endurmenntun fyrir fólk með fötlun sem náð hefur 20 ára aldri. Í samningnum felst m.a. að Símenntun bjóði upp á fjölbreytt námstækifæri fyrir fólk með fötlun á Vesturlandi.

Símenntunarmiðstöðin er í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin á Vesturlandi í þessu samhengi og eru námskeiðin haldin víða um Vesturland, s.s. á Akranesi, í Borgarnesi, Dölunum, Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík.

Nánari upplýsingar veitir Ívar Örn Reynisson verkefnastjóri
Netfang: ivar@simenntun.is

Efst á síðu