Nýskapandi hugsun og virkni á vinnustað

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi tekur þátt í Evrópusamstarfi sem styrkt er af Erasmus + áætluninni þar sem verið er að hanna og prufukenna námskeið sem eflir ungt fólk í að gerast frumkvöðlar á vinnustað. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér: http://feenics.eu/is/heimasida/

Að vera frumkvöðull á vinnustað (Intrapreneur) eða hafa hæfni til að vera nýskapandi í starfi er talið auka verulega möguleika ungs fólks á vinnumarkað. Þessi frumkvöðlahæfni getur styrkt þau sem skilvirka starfsmenn og eflt samkeppnishæfni þeirra á vinnumarkaði.

Ef þessari frumkvöðlahæfni er vel tekið af vinnuveitendum og hún virkjuð innan fyrirtækja, þá geta þessir einstaklingar orðið enn verðmætari starfmenn og styrkt stöðu sína innan fyrirtækjanna.

Á námskeiðinu er leitað svara við spurningum eins og :

  • Hvernig er hægt að efla styrkleika sem eru eftirsóttir á vinnumarkaði eins og frumkvæði og frumkvöðlahugsun?
  • Hvernig eru nýskapandi einstaklingar og hversvegna eru þeir eftirsóttir á vinnumarkaði?
  • Hvernig er ferill nýsköpunar og hvernig er hægt að nýta hann til að efla sjálfan sig og láta gott af sér leiða á vinnustað?
  • Hvernig er hægt að virkja hugmyndir til góðs og fá samstarfsfólk til að vinna að þeim?

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík dagana 18.,20., 22., og 27. nóvember, frá kl. 15:00 -18:30 alla dagana og áhugasamir á aldrinum 20-29 ára geta skráð sig hjá signy@simenntun.is

Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér: pdf. skjal

Efst á síðu