Úthlutun frá þróunarsjóði innflytjenda

Í gær sótti Símenntun á Vesturlandi sjö milljóna króna úthlutun frá þróunarsjóði innflytjenda fyrir verkefnið „Fjölmenningarskóli Vesturlands“. Jovana Pavlovic, sem er meðal annars fjölmenningarfulltrúi Símenntunar var viðstödd við formlega afhendingu.

Markmið Fjölmenningarskóla Vesturlands eru meðal annars að auka lýðræðislega þátttöku, og virka borgarvitund meðal fólks af erlendum uppruna á Vesturlandi, sem og vinna gegn fordómum og mismunun. Með Fjölmenningarskóla viljum við sameina fræðslu og ráðgjöf til fólks af erlendum uppruna og Íslendinga þannig að gagnkvæm aðlögun og inngilding verði leiðarstefið. Til þess að gera íslenskt samfélag inngildandi að þá þarf að valdefla og virkja fólk af erlendum uppruna á öllum sviðum samfélagsins, en jafnframt að Íslendingar fái fræðslu í fjölmenningarfærni og þeim ríkjandi staðalímyndum sem eru viðunandi í íslensku samfélagi sem hafa oft myndað oft bil milli innflytjenda og innfæddra. Við viljum líka efla kennslu í íslensku sem öðru máli og gera íslenskunám aðlaðandi og aðgengilegra. Því skiptir einnig máli að koma á samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Vesturlandi sem eru mikilvægur grundvöllur til að tryggja góða upplýsingaþjónustu til innflytjenda.

Við hjá Símenntun erum gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlökkum til að skapa inngildandi og fjölmenningarlegt Vesturland!

Hægt er að nálgast frekari upplýsinga verkefnið okkar á síðu stjórnarráðsins og í hádegisfréttum Rúv


Efst á síðu