Úrslit í ljósmyndasamkeppni Símenntunar 2023
![](https://simenntun.is/wp-content/uploads/2023/11/Afhending-vidurkenninga-e1699283278897-1200x734.jpeg)
Þær Tanja Ósk Bjarnadóttir og Þórunn Birna Guðmundsdóttir báru sigur úr býtum í ljósmyndasamkeppni Símenntunar sem haldin var í sumar.
Þema keppninnar var „Fjölmenning“ og bárust margar skemmtilegar myndir.
Dómnefndin sem skipuð var af starfsfólki Símenntunar var sammála um að mynd þeirra Þórunnar og Tönju „Lífið í lit“ sýndi sannarlega fjölmenningu og fjölbreytni en hún er tekin á bókasafni Akraness og er af litríkum barnabókum á mismunandi tungumálum.
Jovana Pavlovic fjölmenningarfulltrúi Símenntunar afhenti þeim Þórunni og Tönju viðurkenningu fyrir myndina nú á Vökudögum og vill Símenntun jafnframt þakka öllum öðrum þátttakendum fyrir þeirra framlag.
Símenntun hefur um margra ára skeið haft fjölmenningu að leiðarljósi í starfsemi sinni og er ljósmyndakeppnin liður í að vekja athygli á málefninu.
![Sigurmyndin 2023 - Lífið í lit - eftir Tönju og Þórunni](https://simenntun.is/wp-content/uploads/2023/11/Lifid-i-lit-1200x765.png)