Farsælt samstarf LBHÍ og Símenntunar á Vesturlandi

Undanfarin ár hefur Símenntun annast kennslu og skipulag í námskeiðinu Íslensk menning við LBHÍ. Um er að ræða stutt námskeið fyrir erlenda skiptinema við háskólann þar sem farið er í helstu þætti íslenskrar sögu, tungumáls, menningar og þjóðareinkenna Íslendinga.

Á námskeiðinu þetta árið voru nemendur frá Færeyjum, Noregi, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi, Ítalíu, Slóvakíu og Tékklandi. Síðustu árin hefur verið farið í tvær vettvangsferðir, annars vegar í uppsveitir Borgarfjarðar þar sem Deildartunguhver, Reykholt og Hraunfossar hafa verið heimsóttir, en hins vegar á Akranes. Þar var spilað, sungið og hlýtt á Hilmar í Akranesvita og loks var haldið í Byggðasafnið að Görðum. Nemendur hafa verið afar ánægðir með námskeiðið og að þessu sinni lauk námskeiðinu með lítilli veislu þar sem hver þátttakandi kom með mat og/eða drykk frá sínum heimabæ. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ívar Örn Reynisson og umsjónarmaður frá LBHÍ var Christian Schultze. 

Efst á síðu