Vefkynning á Evrópuverkefni

Símenntun á Vesturlandi er þátttakandi í Evrópuverkefninu MOTIVE – Methodology for Online Training in Innovative Virtual Environment – sem fjallar um áskoranir og tækifæri sem felast í kennslu á netinu.

Samstarfslöndin í verkefninu eru Spánn, Grikkland, Búlgaría, Kýpur og Ísland

Nú er verkefninu að ljúka en síðasti liðurinn er að kynna niðurstöður fyrir almenningi. Þann 25. maí næstkomandi verður því haldin kynning kl 11:30 í gegnum samskiptaforritið Teams. Á fundinum verður farið stuttlega yfir helstu niðurstöður og afrakstur verkefnisins á Íslensku, en í beinu framhaldi, kl 12:00, verður svo ítarlegri alþjóðlegur fundur um verkefnið á ensku.

Afraksturinn er meðal annars stutt myndbönd um fjarkennslu forrit, aðferðir sem hægt er að nota í fjarkennslu og góð ráð til leiðbeinanda og kennara.

Kynningin fer fram hér

Efst á síðu