Íslenskunám í samstarfi við G.Run
Nú í byrjun janúar hefur Símenntun á Vesturlandi verið í samstarfi við G.Run í Grundarfirði um að halda íslenskunámskeiði fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækisins. Alls voru 38 þátttakendur skráðir á námskeiðið í tveimur hópum sem skipt var eftir áður áunni færni þátttakenda í tungumálinu. Íslenska 1 var kennd fyrir byrjendur og Íslenska 2 fyrir lengra komna, en hvort um sig eru þetta 40klst námskeið.
Kennarar námskeiðanna voru þeir Ágúst Pétursson og Ívar Örn Reynisson, en Monica Kapanke samfélagstúlkur var þeim og þátttakendum innan handar.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði heimsótti einnig þátttakendur á meðan á námskeiðunum stóð. Hún kynnti fyrir þeim starfsemi og félagslíf í bænum með það að markmiði að efla þátttöku hópsins í bæjarlífinu almennt. Alls eru tæp 25% íbúa Grundarfjarðar með erlent ríkisfang og hafa sumir þeirra búið árum saman í Grundarfirði.