Íslenskunámskeið í janúar 2023

Nú í janúar fer Símenntun á Vesturlandi af stað með fjögur íslenskunámskeið víðsvegar um landshlutann.

Annarsvegar er það Íslenska 1b, sem er seinni hluti grunnnámskeiðsins í íslensku og beint framhald af Íslensku 1a.
Og hinsvegar Íslenska 2, sem er framhaldsnámskeið ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 1 eða hafa þegar nokkuð vald á tungumálinu.

Upplýsingar og skráning er hér á vefnum.

Íslenska 1b í Grundarfirði – byrjar 9. janúar

Íslenska 2 í Snæfellsbæ – byrjar 16. janúar

Íslenska 1b í Borgarnesi – byrjar 17. janúar

Íslenska 2 á Akranesi – byrjar 23. janúar

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi
Netfang: vala@simenntun.is eða sími: 437 2391 / 863 9124

Efst á síðu