Starfsfólk Símans lauk raunfærnimati verslunarfulltrúa

Hópur starfsfólks Símans lauk á dögunum raunfærnimati verslunarfulltrúa hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi.

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til hvar og hvernig hennar var aflað. Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennda raunfærni sem hann býr yfir þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann. Allir þátttakendur fara í gegnum sameiginlegt matsferli og raunfærnimat getur verið til styttingar á námi.

Hluti hópsins lauk einnig fagtengdu lokaverkefni sem er viðbót við raunfærnimat í verslunarfulltrúa. Verkefnin voru unnin í góðu samstarfi innan Símans og fólust í því að leysa ákveðið vandamál eða viðfangsefni sem tengdust starfinu. Niðurstöður úr þessum verkefnum veittu þátttakendum frekari innsýn í starfið og stuðluðu að hagnýtum lausnum fyrir vinnustaðinn. Við óskum þeim öllum til innilega til hamingju með áfangann.

Efst á síðu