Við bjóðum Magnús Smára velkominn til starfa! Magnús Smári Snorrason hefur veri…

Við bjóðum Magnús Smára velkominn til starfa! Magnús Smári Snorrason hefur veri...
[ad_1]

Við bjóðum Magnús Smára velkominn til starfa!

Magnús Smári Snorrason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og mun hefja störf 1. apríl nk.
Magnús Smári hefur á undanförnum árum unnið að ýmsum ráðgjafarstörfum og verkefnastjórn. Meðal annars starfaði hann í eitt ár sem alþjóðafulltrúi við Háskólann á Bifröst, síðar um þriggja ára skeið sem forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Bifröst og í eitt ár verkefnastjóri á þróunar- og alþjóðasviði skólans. Frá 2017 til 2019 var Magnús Smári atvinnulífstengill hjá VIRK starfsendurhæfingu en síðasta árið hefur hann starfað að ýmsum mennta- og menningarverkefnum hjá Creatrix ehf. í Borgarnesi.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni lá leiðin til Spánar þar sem Magnús Smári nam fyrst spænsku en síðan ferðamálafræði með áherslu á viðskiptafræði til BA-prófs. Á árunum 2009-2011 var Magnús Smári í námi í alþjóðafræði við Háskólann á Bifröst og var þá um tíma í skiptinámi í Suður-Kóreu. Hann tók síðan viðbótarnám á árunum 2012-2016 í forystu og stjórnun á meistarastigi við Háskólann á Bifröst.
Hagvangur hafði umsjón með ráðningunni og var Magnús valinn úr hópi 11 umsækjenda.

[ad_2]
Efst á síðu