Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér …

Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér ...
[ad_1]

Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla. Námið er unnið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mími – símenntun, Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og Keili.

Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið tekur um 6 mánuði (staðnám) eða 10 mánuði (dreifinám) og metur Keilir námið til 50 eininga. Munurinn á staðnámi og dreifinámi felst í því að staðnámið er dagskóli fimm daga vikunnar en dreifinámið er kvöld/helgarskóli með fjarnámssniði.

Helstu námsgreinar eru: stærðfræði, íslenska, enska og námstækni. Nám í Menntastoðum kostar 123.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Jafnframt styrkir Vinnumálastofnun þá nemendur sem eru án atvinnu, eftir að gengið hefur verið frá námssamningi .

Hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga í síma 437-2390 eða með tölvupóst simenntun@simenntun.is

[ad_2]
Efst á síðu