Haustfundur Símenntar 2023
Dagana 19. og 20. september var haustþing Símenntar, fræðslu og símenntunarmiðstöðva á Íslandi haldið í Vestmannaeyjum. Um 60 starfsmenn alls frá öllum miðstöðvunum tóku þátt í metnaðarfullri dagskrá þessa tvo daga. Allt starfsfólk Símenntunar á Vesturlandi fór á þingið.
Haldin voru fjölbreytt erindi en stærslu málin sem fjallað var um voru annarsvegar markaðsmál sem auglýsingastofan SAHARA sá um og hinsvegar flutti Nicole Leigh Mosty erindi um inngildingu innflytjenda.
Síðdegis þann 19. september var svo skemmtidagskrá fyrir þátttakendur sem var skipulögð af Visku – símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Farið var í ráðhúsið þar sem Íris Róbersdóttir kynnti starfsemi Vestmannaeyjabæjar og eftir það lá leið í tvö áhugaverð sprotafyrirtæki í bænum, Brothers Brewery og Sprettur, áður en gengið var til sameiginlegs kvöldverðar.
Dvölin í Eyjum var bæði lærdómsrík og skemmtileg, enda mikilvægt fyrir starfsfólk í fræðslustarfsemi að hittast, læra hvert af öðru og styrkja tengslin.