Samstarfssamningur við Borgarbyggð

Símenntun á Vesturlandi hefur skrifað undir samstarfssamning um þjónustu á innleiðingu fræðsluáætlunar, gerð nýliðafræðslu og rafrænnar fæðslu í kennslukerfi fyrir Borgarbyggð.

Hekla Gunnarsdóttir verkefnastjóri Símenntunar, mun hafa yfirumsjón með skipulagi fræðslu sem er á dagskrá samkvæmt fræðsluáætlun Borgarbyggðar á árinu 2023 og 2024.

Símenntun á Vesturlandi var einnig í samstarfi við Borgarbyggð við gerð fræðsluáætlunnarinnar á síðastliðnu ári. Borgarbyggð er samhliða þessari vinnu að innleiðina kennslukerfið Learn Cove, en það er kennslukerfi á vef þar sem boðið er upp á ýmis námskeið sem henta fyrirtækjum og stofnunum og mun Símenntun einnig koma það þeirri vinnu sem fels í að innleiða það.

Efst á síðu