Símenntun tekur við nýju húsnæði á Akranesi

Guðrún Vala Elísfóttir framkvæmdastjóri Símenntunar á Vesturlandi tekur við lyklinum af Gísla Kristóferssyni

Í byrjun apríl fékk Símenntun á Vesturlandi afhent nýtt húsnæði að Smiðjuvöllum 28 á Akranesi. Þar eru tvær skrifstofur fyrir starfsmenn, viðtalsherbergi og rúmgott kennslurými. Í heildina eru þetta 150 fermetrar með sameign en Símenntun leigir aðstöðuna af Línuvélum ehf.

Bæði staðsetningin og aðstaðan er afar hentug fyrir starfsemi Símenntunar og mun kennslustofan koma sér sérstaklega vel, bæði fyrir námskeiðshald og fjarpróf. Þetta húsnæði kemur í stað skrifstofuaðstöðunnar sem Símenntun hafði á Breiðinni og kennsluaðstöðunnar sem leigð var hjá Starfsendurhæfingu Vesturlands og er því öll starfsemin á Akranesi komin á sama stað.

Á Smiðjuvöllum 28 er einnig að finna Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfingu Vesturlands sem hafa nýlega flutt starfsemi sína þangað. Símenntun vinnur mikið með þessum stofnunum og mun nálægðin koma sér afar vel fyrir skjólstæðinga okkar allra.

Auk húsnæðisins á Akranesi hefur Símenntun einnig fast aðsetur á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi þar sem eru bæði skrifstofur og kennslustofa.

Kennslurými á Smiðjuvöllum 28
Inngangurinn á Smiðjuvöllum 28
Guðrún Vala Elísfóttir framkvæmdastjóri Símenntunar á Vesturlandi tekur við lyklinum af Gísla Kristóferssyni
Guðrún Vala Elísdóttir framkvæmdastjóri Símenntunar á Vesturlandi tekur við lyklinum af Gísla Kristóferssyni
Efst á síðu