Verslunarfulltrúi

Símenntun á Vesturlandi býður uppá raunfænimat í verslun og þjónustu í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun. 

Vesrlunarfulltrúanám er ætlað öllum þeim sem starfa við verslun og þjónustu. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til að hafa umsjón með þeim verkefnum sem þarf að sinna í starfi, sjá um dagleg störf, sinna þjónustu við viðskiptavini og hafa umsjón með öðru starfsfólki.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

• Meginlínum í stefnu síns fyrirtækis og daglegum áherslum í starfseminni
• Að geta beita viðeigandi sérhæfðri fagþekkingu
• Að bregðast við óvæntum aðstæðum með fagmennsku og öryggi
• Sinna víðtækri þjónustu við viðskiptavini
• Hafa umsjón með sínum hluta verslunar
• Geta leiðbeint óreyndari starfsmönnum og veita þeim stuðning
• Að hafa umsjón með almennu starfsfólki á sínu svæði

Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef namskra.is

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Námið er sérhæfð námsbraut með námslok á öðru hæfnisþrepi.
Námið er góður undirbúningur og þjálfun til starfa í verlsun og þjónustu.

Nánari upplýsingar um námsbraut í Verslunarfulltrúa má nálgast á vef FA

Efst á síðu