Stefnuyfirlýsing EAEA um nám fullorðinna á 21. öldinni

Hér má lesa íslenska útgáfu á stefnuyfirlýsingu Evrópusamtaka um fullorðinsfræðslu (EAEA) um fullorðinsfræðslu á 21. öldinni.

Með þessari stefnuyfirlýsingu er lagt til að sett verði á laggirnar „Evrópa í námi“ aðgerðir á Evrópuvísu til þess að taka skref í átt að þróun þekkingarsamfélags sem getur tekist á við áskoranir okkar tíma.

Evrópa sem getur tekist á við framtíðina á jákvæðan hátt og með nauðsynlegri leikni, þekkingu og færni að vopni.

Samtökin leggja til aðgerðir á Evrópuvísu til þess að taka skref í átt að þróun þekkingarsamfélags sem getur tekist á við áskoranir okkar tíma.

Þetta kallar á sjálfbæra fjármögnun fullorðinsfræðslu – á Evrópuvísu, hjá löndunum sjálfum og á svæðis og staðbundnu stjórnstigi. Til lengri tíma litið mun slík ráðstöfun borga sig á margan hátt.

Efst á síðu