Íslenskunámskeið á Rifi

Þessar vikurnar fer fram íslenskunámskeið fyrir erlent starfsfólk í fiskvinnslu fyrirtækjanna KG og Valafells. Í apríl fór starfsfólk Símenntunar í fyrirtækin og tók viðtöl og lagði stöðumat fyrir starfsfólk og raðaði þeim í hópa eftir getustigi. Kennt er í tveimur hópum, byrjendur og lengra komnir, en í hópi lengra kominna eru þátttakendur á stigi 2,3 og 4, þ.e. námsefni og geta þátttakenda er töluvert ólík.

Þetta er skemmtileg aðferð sem gengur afar vel. Þetta er fyrri hluti námskeiðanna sem telur 20 klukkustundir en til stendur að ljúka 40 klukkustunda námskeiðum í haust.

Efst á síðu