Árlegur fundur samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva
Árlegur fundur Símenntar, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva (áður Kvasir) fór fram á Egilsstöðum 13. og 14. apríl síðast liðinn. Á fundinum voru saman komnir forstöðumenn þeirra ellefu símenntunarmiðstöðva sem mynda samtökin. Þær eru auk okkar: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Farskólinn, Símey, Þekkingarnet Þingeyinga, Austurbrú, Fræðslunet Suðurlands, Viska Vestmannaeyjum, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Mímir og Framvegis. Öll eigum við það sameiginlegt að vera að hluta til á fjárlögum, starfa eftir sömu gæðakröfum og fá úthlutun frá Fræðslusjóði. Stöðvarnar eru þrátt fyrir það býsna ólíkar og áherslur mismunandi en gríðarlega gott að eiga þessi samtök og það þétta net sem með þeim skapast.
Fundurinn hófst með ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi framhaldsfræðslunnar sem kjölfestu í menntakerfinu í tölu sinni.
Fundurinn stóð í tvo daga, fyrri daginn var aðalfundurinn haldinn en seinni daginn var fjallað um ýmis hagsmunamál í framhaldsfræðslunni.