Lokið: Tölvunámskeið – Akranes

Símenntun á Vesturlandi býður nú að nýju upp á tómstundanámskeið fyrir almenning.

Kennd verða fyrstu skrefin á hvers kyns tölvubúnað og snjalltæki, svo sem fartölvur, spjaldtölvur, ipad, iphone og android síma.

Farið verður í ýmsa notkun tækjanna, svo sem samfélagsmiðla, netkaup, leit, smáforrit og ýmis þægileg forrit sem geta hjálpað þátttakendum  í daglegu lífi. Eins verður fjallað um þær hættur sem netsvindl hefur í för með sér og aðferðir til að bregðast við því. Loks geta þátttakendur stungið upp á því sem þeir vilja sjálfir læra, svo sem skipulag í tölvunni, yfirfærsla ljósmynda á milli tækja og slíkt.

Kennt er í kennslustofu Símenntunar að Smiðjuvöllum 28, alls 8 klukkustundir.

Kennari: Sigurjón Jónsson

skráning: ivar@simenntun.is. Í skráningu þarf að koma fram kennitala og símanúmer.

Athugið rétt til niðurgreiðslna hjá stéttarfélagi.

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

 

Kennslutímabil
23. janúar 2024—1. febrúar 2024
Dagar
þriðjudagar, fimmtudagar
Tími
17:00—19:00
Verð
16.000 kr.
Efst á síðu