Við hjá Símenntunarmiðstöðinni eru ákaflega hreykin af hópnum okkar sem útskrifa…

Við hjá Símenntunarmiðstöðinni eru ákaflega hreykin af hópnum okkar sem útskrifa...
[ad_1]

Við hjá Símenntunarmiðstöðinni eru ákaflega hreykin af hópnum okkar sem útskrifaðist úr Menntastoðum nú á dögunum, en nemendur hafa stundað námið hjá okkur frá því sl. haust. Núna fengu 12 nemendur diplómur í hendur og héldu glaðbeittir út í sumarið.
Hingað til hafa um 60 nemendur stundað nám í Menntastoðum hjá Símenntunarmiðstöðinni og margir haldið áfram námi í hinum ýmsum skólum landsins.
Signý Óskarsdóttir var verkefnastjóri Menntastoða í vetur og eru hennar færðar bestu þakkir fyrir samstarfið sem og öllum kennurunum sem lögðu okkur lið.
Við óskum nýútskrifuðum nemendum okkar innilega til hamingju með áfangann, þökkum fyrir samveruna í vetur og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.
Það höfðu ekki allir nemendur tök á að mæta í útskriftina, en á meðfylgjandi mynd er hluti nemenda ásamt Signýju Óskarsdóttur verkefnastjóra.




[ad_2]
Efst á síðu