Raunfærnimat í boði 2023
Símenntun á Vesturlandi annast raunfærnimat í fjölbreyttum greinum.
Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunverulegri þekkingu og færni einstaklings óháð því hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur öðlast t.d. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.
Í raunfærnimati er þekking metin í gegnum viðtöl og gátlista, ekki er farið í neinn próf eða nám í ferlinu sjálfu.
Niðurstöður raunfærnimats eru m.a. nýttar til að stytta nám eða sýna fram á og auka færni á vinnumarkaði. Raunfærnimat er öflugur hvati fyrir einstaklinga til frekari hæfniþróunar í starfi og/eða til áframhaldandi náms.
Greinargóðar upplýsingar um ferlið má finna hjá Næsta Skref eða Fræðslumiðstöð atvinnulífins.
Árið 2023 er áhersla á raunfærnimat í eftirfarandi greinum hjá Símenntun á Vesturlandi en einnig er hægt er að fá upplýsingar um aðrar greinar hjá náms- og starfsráðgjöfum okkar.
- Almenn starfshæfni
- Búfræði
- Félagsliði
- Kerfisstjórn
- Leikskólaliði
- Stuðningsfulltrúi
- Störf í íþróttahúsum
- Verslunarfulltrúa
Nánari upplýsignar um raunfærnimat í boði er á á vefnum okkar og hjá náms- og starfsráðgjafa í síma 437 2392