Námskeið hátt í sjötta tug





Þegar líða tekur að lokum vorannar er gott tækifæri til að skoða það sem hefur verið gert síðustu mánuði. Eitt af markmiðum Símenntunar er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur- og símenntun sem tekur mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Þetta markmið hefur svo sannarlega gengið vel og eru námskeið annarinnar hátt á sjötta tug. Námskeiðin spanna fjölbreytt litróf símenntunar og sem dæmi má nefna tónlistar-, íþrótta- og kynfræðslunámskeið fyrir fatlaða, fjölmörg íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna, skyndihjálparnámskeið, sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir og fræðslu fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu svo eitthvað mætti nefna.

Efst á síðu