Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls
Símenntun hefur um árabil í samstarfi við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Norðurál komið að námi og kennslu í Stóriðjuskóla Norðuráls. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og þaðan hafa 177 nemendur útskrifast eins og kemur fram á vefsíðu Norðuráls . Skólinn býður uppá grunn- og framhaldsnám sem eru þrjár annir hvor fyrir sig.
Þann 4. júní útskrifuðust fimmtán nemendur úr framhaldsnámi Stóriðjuskólans og þessi hópur er sá fimmti sem lýkur framhaldsnámi. Markmið námsins er að starfsmenn Norðuráls öðlist sjálfstraust og starfsánægju með aukinni þekkingu og skilning á þeirri framleiðslu og vinnu sem fer fram með áli. Guðrún Vala Elísdóttir framkvæmdarstjóri Símentunnar var viðstödd athöfnina og flutti ávarp.
Sigurþór Frímannsson hlaut verðlaun fyrir góðar framfarir og ástundun. Símenntun óskar honum innilega til hamingju með árangurinn og öllum útskriftarnemum til hamingju með áfangann!