Sumardagskrá Símenntunar, Öldunnar og Búsetuþjónustunnar í Borgarbyggð

Í júlí síðastliðnum var ákveðið að brydda upp á nýjungum í samstarfi Öldunnar, Búsetuþjónustu fatlaðra og Símenntunar á Vesturlandi.

Ákveðið var að bjóða upp á nokkurs konar sumarnámskeið, sem samanstóðu af rólegri hreyfingu, ferðalögum og heimsóknum á áhugaverða staði. Farið var í þrjár dagsferðir, á Akranes, Snæfellsnes og í Dalabyggð.

Ýmsir áhugaverðir staðir voru heimsóttir, t.d. í vitann og Guðlaugu á Akranesi, á Erpsstaði og Vínlandssetrið í Dölunum og í Vatnshelli og Djúpalónssand á Snæfellsnesi.

Mikil gleði var með ferðirnar en umsjón og undirbúningur var í höndum Eiríks Þórs Theodórssonar ásamt starfsfólki frá Öldunni og Búsetuþjónustunni. 

Efst á síðu