Vettvangsferð í Borgarnes

Hópur Úkraínufólks sem býr á Bifröst og stundar nám á vegum Símenntunar, heimsótti Borgarnes nýlega ásamt Ágústi Péturssyni kennara. Þau byrjuðu á að fara í Landnámssetrið og fræðast um Egilssögu og landnám Íslands. Þegar því var lokið komu þau í hópráðgjöf í Símenntun þar sem þau fengu fræðslu um náms- og starfsmöguleika hérlendis. Þeim býðst síðan einstaklingssráðgjöf vikulega á Bifröst þar sem þau fá aðstoð með ferilskrágerð, starfsleit og starfsumsókn.
