Velferðarskólinn á Vesturlandi

Símenntun og sveitarfélögin á Vesturlandi í samstarfi við SSV vinna nú að verkefni um aukna fræðslu fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu á Vesturlandi.

Gerð hefur verið greining á fræðsluþörfum og fræðsluáætlun til þriggja ára.

Verkefnið felst í því að bjóða upp á reglulega fræðslu sem byggir á þessari greiningu og auka aðgengi starfsfólks að rafrænu fræðsluefni.

Um þessar mundir eru nokkur ólík námskeið í gangi víða í landshlutanum og eru fengnir sérfræðingar til að kenna starfsfólki helstu fræði eða aðferðir í sinni grein sem kemur að notum í daglegu starfi innan velferðarþjónustu.

Námskeiðin sem hafa verið í gangi núna eru:

  • Skyndihjálp sem lýkur með viðurkenningu á fyrstu viðbrögðum.
  • Fyrirlestur um geðsjúkdóma og geðraskanir, leiðbeinandi Halldóra Jónsdóttir geðlæknir og lektor í geðlæknisfræði.
    Þar er farið yfir einkenni algengra geðraskana með nokkurri áherslu á geðrofssjúkdóma, meðferðir og endurhæfingu.
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við krefjandi hegðun skjólstæðinga, leiðbeinandi Jón Snorrason geðhjúkrunarfræðingur.
    Þar sem farið er yfir einkenni og viðbrögð við líkamlegu ofbeldi ásamt æfingum í því að losna undan árás eða koma í veg fyrir meiðsli í slíkum aðstæðum.

Mun fleiri námskeið eru á dagskrá og mun þessi vinna halda áfram til ársins 2025.

Efst á síðu