SMART evrópuverkefnið hlýtur viðurkenningu

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að SMART evrópuverkefnið sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur verið þátttakandi í, hefur hlotið viðurkenningu frá Landsskrifstofunni í Slóveníu. Landskrifstofan tók saman lista yfir velheppnuð fullorðinsfræðsluverkefni 2011-2013, og hlaut SMART verkefnið annað sæti á þeim lista. Hér má sjá viðurkenningarskjalið frá Slóveníu.

Mynd_1469331

Verkefnið fjallaði um í stuttu máli um það hvernig lítil dreifbýlissamfélög eru að verða meira og meira meðvituð um mikilvægi þess að auka sjálfbærni í sínu samfélagi. Fjallað var um ýmis málefni t.d. um orkunotkun, landnotkun, matar og heilsumálefni, úrgangsefni, vatnsnotkun, samgöngumál og símenntunarmál. Til þess að hægt sé að ná árangri til lengri tíma til sjálfbærnis þá þarf að ná til alls samfélagsins, þ.m.t. allra minnihlutahópa.

Í SMART verkefni var fókuserað á hvernig sí/endurmenntun getur haft áhrif á umræðuna um ofangreind málefni. Skoðað var hvernig menntun getur stuðlað að því að virkja íbúa í samfélögum sem eru að vinna að sjálfbærni.

Þátttakendur í verkefninu ganga út frá þeirri staðreynd að menntun hljóti að spila stóra þátt í þessu ferli og getur hvatt/virkjað íbúa og sjálfboðaliða til að taka þátt í að gera sitt samfélag sjálfbært.

Mynd_1469330

Þátttakendur voru frá Íslandi, Holllandi, Bretland, Portugal og Slóveníu. Lokafundurinn í verkefninu var haldinn í júní s.l. á Vesturlandi.

 

Vefsíða verkefninsins má finna hér: http://beasmartcommunity.wordpress.com/

Efst á síðu