MOTIVE evrópuverkefni
Símenntun á Vesturlandi leiðir evrópska samstarfsverkefnið MOTIVE þar sem verið er að taka saman í handbók gagnlegar aðferðir í fjarkennslu í fullorðinsfræðslu og starfsnámi.
Nú þegar hafa þátttakendur unnið ákveðna rannsóknarvinnu, meðal annars viðtöl og kannanir. Reyndir leiðbeinendur voru spurðir hvaða aðferðir hefðu reynst þeim vel þegar skyndilega þurfti að færa allt nám yfir fjarnám þegar heimsfaraldurinn gekk yfir. Handbókin þar sem þessum gagnlegu aðferðum er safnað saman er tilbúin og verður þýdd á tungumál þátttökulandanna.
Þá tekur við vinna við að gera kennslu og stuðnings myndbönd sem eiga að nýtast sem þeim sem þurfa nýta fjarkennslu.
Bæði handbókin og myndböndin verða birt á heimsíðu verkefnisins: Motive – Erasmus Project og upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu þess: Motive Europe | Facebook
Á dögunum var haldinn verkefnisfundur í Pireus í Grikklandi þar sem þátttakendur áttu góðan vinnufund.