(Allskonar) íslenska


Símenntun á Vesturlandi stendur fyrir verkefninu „Hér er töluð allskonar íslenska“ og er í samtarfi við verkefnið „Gefum íslensku séns“. Markmið verkefnisins er efla samtal og samskipti á íslensku, enda er íslenska allskonar – gefum henni séns!

Eftir að Fjölmenningarskóli Vesturlands var stofnaður hjá Símenntun á vorönn 2024  hefur stofnunin talað fyrir því að tungumálið sé meginforsenda inngildingar, valdeflingar, samfélagslegrar- og lýðræðislegrar þátttöku í fjölmenningarlegu samfélagi. Einnig kemur fram í úttekt OECD 2024 um málefni innflytjenda á Íslandi að íslenskan sé lykilþáttur þegar kemur að því skapa inngildandi samfélag. Tungumálið getur dregið úr mörgum hindrunum sem fólk af erlendum uppruna mætir í samfélaginu, það getur styrkt einstaklinga bæði á vinnumarkaði og félagslega. Í sömu úttekt kemur hinsvegar fram að fáir innflytjendur læri íslensku. Útgjöld til kennslu í íslensku er mun lægra hér landi en annarsstaðar og aðeins 18% innflytjenda telja sig hafa góða kunnáttu á málinu hér landi samanborið við meðaltal OECD ríkja sem er 60%. Þessar niðurstöður sýna okkur mikilvægi þess að skapa íslenskuvænt umhverfi á Vesturlandi.


Samfélagsleg ábyrgð – leiðbeiningar
Símenntun á Vesturlandi vill hvetja allar stofnanir og einstaklinga til að líta á íslenskt mál sem samfélagslega ábyrgð okkar allra. Við viljum hvetja stofnanir og fyrirtæki á Vesturlandi til að efla íslenska tungu og skapa inngildandi samfélag. Leiðbeiningar á pdf.

Barmmerki – Maí átak
Símenntun hóf fyrst verkefnið „Hér er töluð allskonar íslenska“ í maí 2024 með því að dreifa um það bil 2000 barmmerkjum út um allt Vesturlands til sveitarfélaga, bókasafna, skóla og almennra fyrirtækja. Verkefnið vakti athygli og umtal um mikilvægi þess að skapa þolinmæði fyrir allskonar íslensku. Símenntun á Vesturlandi hyggst halda áfram með barmmerkjaátakið í maí 2025 . Sjá auglýsingu um verkefnið frá árinu 2024.


Íslenskuvænt rými á Vesturlandi: Bókasöfnin
Nú í haust og í vetur 2024-2025 verður hægt að koma á bókasöfn á Vesturlandi og æfa sig í íslensku. Hugmynd verkefnisins er að efla samtal og samskipti á íslensku í nærsamfélaginu okkar!
Dag- og tímasetningar bóksafna:

Bókasafn Akraness
Bókasafnið á Grundarfirði (í vinnslu)
Héraðsbókasafnið í Borgarnesi
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi


Getum við komið til þín í kaffispjall?
Símenntun á Vesturlandi býður upp á „kaffispjall“ fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa á Vesturlandi um fjölmenningarleg málefni; íslensku, inngildingu, náms- og starfsráðgjöf og annað sem brennur á fyrirtækjum, einstaklingum eða hópum.

  • Markmið með kaffispjallinu er að fá að kynna öll þau verkefni og þjónustu sem Símenntun hefur upp á að bjóða fyrir fólk af erlendum uppruna, en líka fyrir alla aðra sem hafa áhuga á að skapa inngildandi samfélag.
  •  Símenntun býður t.d upp á almenna fræðslu fyrir öll!
  • Við getum komið og spjallað við fólk af erlendum uppruna og hvatt þau til að sækja íslenskunám.
  • Við getum komið með ábendingar og ráðgjöf um hvað mætti fara betur í þinni stofnun eða hvernig hún getur komið að því að skapa inngildandi samfélag með okkur á Vesturlandi.
  • Kaffispjallið er öllum einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og stofnunum á Vesturlandi að kostnaðarlausu.

Efst á síðu