Fjölmenningarfærni

Í fjölmenningarlegu samfélagi er mikilvægtað auka meðvitund um þær áskoranir sem
geta falist í ólíkri sýn og ólíkum venjum þannig að veita megi faglega þjónustu í
samfélagi margbreytileikans.
Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund um fjölmenningu og efla jákvæð
samskipti á milli fólks af ólíkum uppruna.
Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að:
- hafa fengið innsýn í kosti fjölbreytileika og
fjölmenningar - hafa öðlast þekkingu á mismunandi
birtingarmyndum fordóma í nútímasamfélögum,
sérstaklega staðalímyndum - vera meðvitaðir um samskipti þeirra við fólk af
erlendum uppruna og þá hvort eitthvað megi
gera betur - hafa lært hvernig hægt sé að veita góða
þjónustu og sýna gott viðmót í samskiptum við
einstaklinga af erlendum uppruna.
Hálfs dags námskeið sem inniheldur fyrirlestur ásamt umræðum og vinnustofu
með þátttöku viðstaddra í hópavinnu.
Hvert námskeið er fyrir allt að20 þátttakendur, kostar 50.000kr
og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands