Fjölmenningarfærni – Staðalímyndir, fordómar og inngilding

Í fjölmenningarlegu samfélagi er mikilvægt að auka meðvitund um þær áskoranir sem geta falist í ólíkri sýn og ólíkum venjum þannig að veita megi faglega þjónustu í samfélagi margbreytileikans.
Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund um fjölmenningu og efla jákvæð samskipti á milli fólks af ólíkum uppruna.

Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að:

  • Hafa öðlast þekkingu á mismunandi birtingarmyndum fordóma í nútímasamfélögum, sérstaklega staðalímyndum
  • Vera meðvitaðir um samskipti þeirra við fólk af erlendum uppruna og þá hvort eitthvað megi gera betur
  • Hafa fengið innsýn í kosti fjölmenningar
  • Hafa hugað að inngildingu og aðlögun í málefnum fólks af erlendum uppruna
  • Hugað að því hvernig hægt sé að veita góða þjónustu og sýna gott viðmót í samskiptum við einstaklinga af erlendum upprun
  • Námskeiðið er í um það bil 4 tíma og  skiptist í fyrirlestur og vinnustofur


„Mig langar að þakka fyrir þetta frábæra námskeið sem hún Jovana er búin að halda hér í skólanum á föstudag og nú í dag.  Það eru allir mjög ánægðir og það vakti mann svo sannarlega til umhugsunar“– Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Hvert námskeið kostar 50.000 kr og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands og Þróunarsjóði innflytjenda 

Hægt er að bóka námskeið í apríl, maí og júni

Einnig er tekið við bókunum fyrir haustönn 2024!

Hafðu samband og pantaðu námskeið fyrir þinn hóp!
Nánari upplýsingar veitir Jovana Pavlovic, markaðstjóri, fjölmenningarfulltrúi og leiðbeinandi námskeiðsins.
Netfang: jovana@simenntun.is
Sími: 437 2394/8616089

 

Efst á síðu