Útskrift frá Stóriðjuskólanum

Föstudaginn 16. desember útskrifuðust 10 nemendur úr grunnnámi Stóriðjuskóla Norðuráls við hátíðlega athöfn.

Stóriðjuskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og er samvinnuverkefni Norðuráls, Símenntunar á Vesturlandi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Tilgangur námsins er meðal annars að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju.

Þetta sinn var sjötti hópurinn að útskrifast úr grunnnámi skólans. Frá upphafi hafa 134 nemendur útskrifast, 95 úr grunnnámi og 36 úr framhaldsnámi. Tæplega 80% útskrifaðra starfa hjá Norðurál en sumir velja að fara í frekara nám.

Við erum afar stolt af þessu samstarfi og óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann.

Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls – Nordural

Efst á síðu