Lokaráðstefna FEENICS verkefnisins

Lokaráðstefna FEENICS verkefnisins fór fram í Borgarnesi 16. Janúar síðastliðinn. Umfjöllunarefnið var stuðningur við nýsköpunar- og frumkvöðlahæfni ungs fólks.

Markmið FEENICS verkefnisins er að efla þessa hæfni með því að þróa stuðningsefni, námskeið og námsefni sem er sérsniðið að þörfum ungs fólks á aldrinum 20 – 29 ára og vinnuveitendum þeirra. Jafnframt nýtist það þeim sem ekki hafa starfsreynslu eða eru í atvinnuleit.


Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Bárður Örn Gunnarsson, raðfrumkvöðull og markaðsmaður. Hann fjallaði m.a. um það hversu ólík viðhorf kynslóðanna eru þegar kemur að því að velja sér starf og hversu mikilvægt það er fyrir atvinnulífið að skilja þessar ólíku þarfir.

Jón Freyr Jóhannsson sem var leiðbeinandi í FEENICS námskeiðinu á ísland gaf þátttakendum á ráðstefnunni innsýn inn í námskeiðið og Eero Elenurm kynnti kennsluvef verkefnisins og hvernig hann nýtist í kennslu.

Hrefna Sveinbjörnsdóttir og Rannveig Grétarsdóttir fóru svo yfir það hvernig námskeið líkt og þetta getur nýst á vinnustöðum eins og þeirra en þær starfa hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það var sérstaklega áhugavert fyrir ráðstefnugesti að kynnast báðum hliðum en Hrefna er verkefnastjóri og Rannveig framkvæmdarstjóri.   Að lokum fóru fram pallborðsumræður þar sem þátttakendur í verkefninu og gestir á ráðstefnunni ræddu helstu niðurstöður. Allar upplýsingar um verkefnið, námskeiðið og námsefnið er að finna á vef verkefnisins http://feenics.eu/

Efst á síðu