Forsvarsmenn dvalarheimilisins í Stykkishólmi hafa ákveðið að vinna að markvissr…

Forsvarsmenn dvalarheimilisins í Stykkishólmi hafa ákveðið að vinna að markvissr...
[ad_1]

Forsvarsmenn dvalarheimilisins í Stykkishólmi hafa ákveðið að vinna að markvissri uppbyggingu mannauðs. Í dag var skrifað undir samstarfssamning um Fræðslustjóra að láni, en verkefnið er fjármagnað af Mannauðssjóði Samflots. Ráðgjafar hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands munu vinna að verkefninu í nánu samstarfi við starfsfólks dvalarheimilisins.
Fræðslustjóri að láni er sérstakt verkefni sem hefur staðið fyrirtækjum og stofnunum til boða af hálfu starfsmenntasjóða um nokkurt skeið. Markmiðið er að vinna að aukinni símenntun starfsfólks, m.a. með því að gera fræðsluáætlun sem byggir þarfagreiningu m.t.t. fræðsluþarfa.
Stefnt er að því að verkefnið hefjist í næstu viku og ljúki í byrjun júní nk.
Við hlökkum til samstarfsins!

Á myndunum eru Kristín Sigríður Hannesdóttir forstöðumaður dvalarheimilisins og Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.


[ad_2]
Efst á síðu