Advancing Migrant Women

[ad_1]

Adwancing Migrant women
Símenntunarmiðstöðin tekur þátt í Evrópuverkefninu Advancing Migrant Women (AMW) í samstarfið við háskólann á Bifröst og fræðsluaðila í Englandi, Grikklandi og Ítalíu. Verkefnið sem er til þriggja ára, hófst í september á síðasta ári og lýkur í febrúar 2020.
Markmiðið er að þróa hágæða efni til að þjálfa og styðja við konur af erlendum uppruna til þess að þær valdeflist, styrki starfsgetu sína og frumkvöðlahæfni með heildstæðri áætlun sem byggir á þjálfun og kennslu sem eykur sjálfstraust og getu.
Sterkar vísbendingar eru um að innflytjendur séu í meiri hættu á félagslegri einangrun, og skv. gögnum frá Eurostat árið 2014 var 40,1% af þeim íbúum í Evrópu sem fæddust í öðrum heimsáflum, taldir vera í áhættu vegna fátæktar eða félagslegrar einangrunar (AROPE) samanborið við tæp 22,5% innfæddra. Aðaltekjulindir innflytjenda eru störf og það er grundvallaratriði í því að tilheyra hagkerfi þjóðarbúsins. Atvinna er jafn framt samfélagslega mikilvæg, og varðar leiðina til búsetu og heilsugæslu og veitir félagslega stöðu (OECD Report, 2015). Konur eru í viðkvæmari stöðu en karlmenn og sérstaklega konur frá þriðja heims löndum.
Í verkefninu er sjónum sérstaklega beint að konum af erlendum uppruna og megintilgangur er að til verð afurð sem eflir konur til þess að geta fullkomlega nýtt hæfileika sína og styrkleika.
Heimasíða verkefnisins er hér: http://www.bifrost.is/eng…/research/advancing-migrant-women/

Advancing Migrant Women

[ad_2]
Efst á síðu