Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í star…
Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína.
Við hjá Símenntun erum í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur um raunfærnmat í
löggiltum iðngreinum.Er þetta eitthvað fyrir þig eða veistu um einhvern sem mögulega hefði áhuga? Það sakar ekki að hafa samband við okkur til að fá nánari upplýsingar í síma 437 2390 eða á netfangið vala@simenntun.is
Tadas Augustinaitis fékk nýlega hæstu mögulegu einkunn á sveinspróf í múrsmíði og sérstaka viðurkenningu á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fyrir afrekið.
Tadas fór í raunfærnimat hjá IÐUNNI
fræðslusetri og fékk þar metna til eininga reynslu sína úr starfi. Að loknu raunfærnimati innritaði hann sig í kvöld- og helgarnám hjá Tækniskólanum og lauk svo sveinsprófi árið 2015 með glæsibrag.Við óskum Tadas til hamingju með árangurinn.