Árlega tilnefnir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ,,fyrirmynd í námi fullorðinna“ e…

Árlega tilnefnir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ,,fyrirmynd í námi fullorðinna“ e...
[ad_1]

Árlega tilnefnir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ,,fyrirmynd í námi fullorðinna“ en það er einstaklingur sem þykir hafa skarað fram úr. Að þessu sinn hlýtur viðurkenninguna Borgnesingurinn Sigurður Oddsson sem er verðugur fulltrúi þeirra sem stundað hafa nám við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi. Sigurður er fæddur og alinn upp á Ísafirði þar sem hann lauk grunnskóla með því að falla í öllu nema stærðfræði. Hann reyndi oft að fara í nám en gekk illa. Í ljós kom síðar að hann er les og skrifblindur með hljóðkerfisvillu. Fyrir nokkrum árum kom hann í náms- og starfsráðgjöf til Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi og fór í kjölfarið í nám sem kallast ,,Skref til sjálfshjálpar” og er ætlað þeim sem eru með lestrarörðugleika. Í framhaldinu fór Sigurður að vinna í Norðuráli þar sem hann stundaði nám í Stóriðjuskólanum. Það leiddi ennfremur til þess að nú er hann að læra vélvirkjun í helgarnámi hjá FVA og stefnir á að ljúka framhaldsnámi í Stóriðjuskólanum. Sigurður er gott dæmi um þrautseigju og dugnað, hann hefur sýnt það að ekki þarf að gefast upp þótt móti blási. Hann veitti viðurkenningunni viðtöku á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem haldinn var fimmtudaginn 4. Desember á Hótel Natura Reykjavík.

f.v. Helga Björk verkefnisstjóri, Guðrún Lárusdóttir stjórnarformaður, Sigurður verðlaunahafi og Signý Jóhannesdóttir stjórnarmaður Símenntunarmiðstöðvarinnar

[ad_2]
Efst á síðu