Prófreglur

1. Nemendum ber að slökkva á farsímum og snjallúrum og afhenda prófgæslufólki til geymslu á meðan próf stendur yfir.

2. Geyma skal yfirhafnir, töskur og poka fyrir utan prófstofu eða fremst í prófstofu, eftir aðstæðum.

3. Nemendur hafi jafnan gild skilríki með mynd aðgengileg fyrir prófgæslufólk.

4. Á prófborði skulu ekki vera nein gögn önnur en prófgögn, ritföng, skilríki og leyfileg hjálpargögn samkvæmt fyrirmælum hverju sinni.

5. Hafi nemandi af misgáningi tekið með sér óleyfileg gögn ber honum strax að afhenda þau prófgæslufólki.

6. Óheimilt er að fjarlægja nokkurn hluta prófgagna. Þetta gildir um öll gögn, þ.m.t. rissblöð.

7. Nemendum er aðeins heimilt að yfirgefa prófborð í miðju prófi til þess að fara á salerni og aðeins í samráði við prófgæslufólk.

8. Prófgæslufólk skal yfirfara prófstofu og salerni sem nemendur hafa aðgang að fyrir próf og tryggja að ekki séu þar nein gögn, tölvur eða fjarskiptatæki.

9. Nemendum er óheimilt að yfirgefa prófstofu fyrstu klukkustund prófs.

10. Ef nemandi lýkur prófi áður en próftími er búinn skal hann láta prófgæslufólk vita, skila úrlausn og fara hljóðlega út. Hafa skal hljóð frammi á göngum eða yfirgefa húsið.

11. Samskipti við aðra próftaka eða aðila utan prófstaðar eru óheimil á próftíma.

12. Öll meðferð tóbaks er bönnuð á prófstöðum Símenntunar.

Brot á þessum reglum varða vísun frá prófi.

Efst á síðu