Símenntun á Vesturlandi er viðurkenndur fræðsluaðili samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og starfar samkvæmt EQM gæðakerfinu, e. European Quality Mark. EQM byggist á sjálfsmati sem er yfirfarið ef EQM viðurkenndum úttektaraðila sem kemur einnig með ábendingar um gæðamál og umbætur meðan á úttektarferlinu stendur.
EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. EQM tekur mið af;
Gæðaviðmið eru sett upp í tveggja þrepa kerfi. Fræðsluaðilar, fyrirtæki og starfsgreinafélög sem bjóða upp á símenntun og fullorðinsfræðslu geta sótt um gæðavottun EQM vegna fræðslu. Auk þess er boðið upp á gæðavottun sem nefnist EQM+, til að uppfylla þarfir fræðsluaðila sem hafa fjölbreytta fræðslustarfsemi, þar sem sett eru viðmið fyrir fræðslu, raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf.
Símenntun á Vesturlandi hlaut EQM+ gæðavottun í lok árs 2023 og gildir hún í þrjú ár.
Símenntun er með gæðagátt sem er vinnusvæði starfsfólks í Office365. Þar er að finna gæðahandbók, verkferla, eyðublöð og leiðbeiningar um vinnulag.
Samkvæmt EQM+ vinnur starfsfólk samkvæmt umbótaáætlun sem er hluti af gæðastarfinu og uppfærð reglulega.