Nánari upplýsingar um raunfærnimat gefur:

Guðrún Vala Elísdóttir
náms- og starfsráðgjafi
á netfangið vala@simenntun.is
 
Raun-
færnimat í
skrifstofugreinum
 

Hefur þú unnið skrifstofustörf

í þrjú ár eða lengur

  • Ertu orðinn 23 ára?
  • Viltu bæta við formlega menntun þína áframhaldsskólastigi?
  • Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?

Þá er raunfærnimat í skrifstofugreinum kannski
eitthvað fyrir þig. Tilgangur raunfærnimats er að
gefa út staðfestingu sem einstaklingur getur notað
til:

  • styttingar á námi
  • að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn
  • að leggja mat á hvernig einstaklingur geturstyrkt sig í námi eða starfi

Matið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Metið er
á móti námskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum
í Kópavogi.

Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi
(33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum
almenna þekkingu í greinum sem nýtast við
krefjandi störf á skrifstofu.

Nánari upplýsingar gefur
Guðrún Vala Elísdóttir náms- og starfsráðgjafi
á netfangið vala@simenntun.is

Matartæknir

Hefur þú unnið skrifstofustörf

Viltu bæta við formlega menntun þína á framhaldsskólastigi?

Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?

Þá er raunfærnimat í matartækni kannski
eitthvað fyrir þig. Tilgangur raunfærnimats
er að gefa út staðfestingu sem einstaklingur
getur notað til:

  • Styttingar á námi
  • Að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn
  • Að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi

Metið er á móti námskrá í matartækni við Menntaskólann í Kópavogi. Matartæknibrautin skiptist í almennar greinar, sérgreinar og verklegar greinar.
Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega þekkingu, skilning og færni til að takast á við kröfur heilbrigðisstofnana og mötuneyta um matreiðslu sérfæðis og gæði, næringu, hollustu og hagkvæmni í almennri matargerð.

Starfsettvangur matartækna er m.a. við matreiðslustörf í eldhúsum heilbrigðisstofnana, svo sem sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og hjúkrunarheimilum samkvæmt reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti gefur út og í stærri fyrirtækjum.Styttu þér leið

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunverulegri færni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur öðlast t.d. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Kunnátta þín skiptir máli

Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennt það sem hann kann í raun og veru og þurfi ekki að sækja nám í efni sem hann þegar kann. Raunfærnimat til styttingar á námi miðar að því að meta raunfærni sem jafngilda námsáfanga eða hluta af námsáfanga og skipuleggja nám einstaklingsins með tilliti til raunfærni hans. Raunfærnimat er ekki gjaldfelling náms á nokkurn hátt. Allir þátttakendur fara í gegnum sameiginlegt matsferli og fá viðtöl og eftirfylgni náms- og starfsráðgjafa.Nánari upplýsingar um raunfærnimat gefur :

Guðrún Vala Elísdóttir
náms- og starfsráðgjafi
á netfangið vala@simenntun.is