Skipstjórn

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í skipsstjórn í samstarfi við Visku, fræðslu- og símenntunarstöð Vestmanneyja.

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Skipsstjórnarnám er ætlað fyrir alla sem sækjast eftir skipsstjórnarréttindum . Markmiðið er að auka hæfni einstaklings til skipstjórnar og alhliða sjómennsku.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

  • Hæfni til að hafa örugga stjórn á skipi við allar fyrirsjáanlegar umhverfisaðstæður
  • Hæfni til að meta veðurfarslegar aðstæður og þær hættur sem skapast geta og tekið sjálfstæðar ákvarðanir.
  • Ábyrgð á stjórn skipsins, veiðum, veiðarfærum og áhöfn
  • Ábyrgð á siglingu skipsins og valinni siglingaleið sem hann á að hafa þekkingu til að velja
  • Stjórnun á mannskap og þekkingu á öryggisbúnaði skipsins, neyðaráætlun og stjórnar björgunaraðgerðum um borð
  • Þekkingu til veiða og vinnslu sjávarafla, áhrifa þess á umhverfið og áhættuþátta
  • Hæfni til að sigla á úthafinu og á milli landa og þekkingu til að sigla yfir hafið, velja siglingaleið með tilliti til veðurfarslegra aðstæðna

Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef namskra.is

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Nám í skipsstjórn er sérhæft nám með námslok á þriðja eða fjórða hæfniþrepi.
Að lokinni brautskráningu hefur viðkomandi öðlast réttindi til að starfa sem skipstjóri.

Nánari upplýsingar um nám í Skipsstjórn má nálgast á vef Tækniskólans– skóla atvinnulífsins

Efst á síðu