Starf í íþróttahúsum

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat fyrir þá sem starfa í íþróttahúsum eða hafa umsjón með íþróttamannvirkjum í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Nám fyrir starfi í íþróttahúsi hefur það að markmiði að tryggja að þau sem ljúka því séu fær um að sinna störfum í íþróttahúsum af fagmennsku og öryggi ásamt því að taka á móti og þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Geti sinnt eftirliti og baðvörslu ásamt aðstoð við börn og einstaklinga með sérþarfir.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna samkvæmt kröfum um öryggi
  • Þekking á reglum og lögum er varaða íþróttamannvirki og starfsemi þeirra
  • Hæfni til að meta aðstæður og bregðast rétt við
  • Þekkingu á þeim aðbúnaði og aðstöðu sem þarf að vera og umönnun þess
  • Þekking á aðferðum og verkferlum til að leysa úr vanda eða ágreiningi
  • Skyndihjálp
  • Geta til samvinnu við annað starfsfólk, gesti og þjónustuþega

Upplýsingar um námsbrautina í heild má finna á namskra.is

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Nám fyrir starfi í íþróttahúsum er sérhæft starfsmenntanám sem endar með útskrift á öðru hæfniþrepi.

Efst á síðu