Rafiðngreinar

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í rafiðngreinum í samstarfi við Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarinns.

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Hægt er að fá metið á hærra námsstigi hafi þátttakandi náð 25 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. fimm ár.
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Rafiðnnám er ætlað fyrir alla sem starfa við raftengdar greinar. Hægt er að fara í raunfærnimat í hverri þessara greina fyrir sig:

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Nám í raftækni er sérhæft starfsmenntanám með námslok á þriðja eða fjórða hæfniþrepi og getur lokið með sveinsprófi í viðkomandi iðngrein.

Nánari upplýsingar um nám í raftækni má nálgast á vef Rafmennt

Efst á síðu