Matartækni

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í matartækni í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi.

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Matartæknar starfa í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-,grunn- og framhaldsskóla, á skipum og mötuneytum vinnustaða. Markmiðið er að auka hæfni einstaklinga til að reka og starfa við matarframleiðslu með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

  • Þekking á vinnuferlum sem lúta að almennri matarframleiðslu
  • Getu til að reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara
  • Hæfni til að aðlaga matarskammta að einstaklingum og hópum
  • Þekkingu til að útbúa matseðla fyrir almennt fæði, sérfæði og sjúkrafæði
  • Geta til matreislu með tilliti til líkamlegra eða menningarlegra fjölbreytileika einstaklinga ásamt ofnæmis og óþols
  • Gera pöntunar- og verkefnalista, forgangsraða og undirbúa vinnusvæði
  • Hæfni til að vinna eftir gæðastöðlum og gildandi lögum og reglum
  • Þekking á þrifum og hollustuháttum vinnuumhverfisins

Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef namskra.is

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Nám í matartækni lýkur með fagprófi á þriðja hæfniþrepi.
Að lokinni brautskráningu í matartæknanámi getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem matartæknir.

Nánari upplýsingar um nám í Matartækni má finna á vef MK

HAFA SAMBAND
Fyrir tímabókun eða frekari upplýsingar hafðu samband við náms- og starfsráðgjafan okkar, Steinar Sigurjónsson á netfangið: steinar@simenntun.is eða í síma: 437-2392

Efst á síðu