Leikskólaliði

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat fyrir leikskólaliða.

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og hafa starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Leikskólaliðanám er fyrir alla þá sem vinna innan leikskóla eða með börnum á leikskólaaldri. Námið er ætlað að veita leiðbeinendum sem starfa við hlið og undir stjórn leikskólakennara starfstengda menntun.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

  • Þekking á umönnum barna og þörfum þeirra
  • Fagleg samskipti við börn og aðra starfsmenn
  • Hæfni til að lesa í þarfir og aðstæður barna og geta brugðist við á faglegan hátt
  • Hæfni til að skipuleggja og útfæra faglegt starf og sinna fjölbreyttum verkefnum
  • Þekkingu á gildandi aðalnámskrá og ólíkum stefnum í leikskólum
  • Þekking á líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska barna á ólíkum aldri
  • Skyndihjálp
  • Geta til samvinnu við annað fagfólk á stofnunum og öðrum starfseiningum

Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef namskra.is

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Nám í leikskólaliða er sérhæft starfsmenntanám sem endar með útskrift á öðru hæfniþrepi.

Nánari upplýsingar um leikskólaliðanám má nálgast á vef Borgarholtsskóla

Hafðu samband:

Fyrir tímabókun eða frekari upplýsingar hafðu samband við náms- og starfsráðgjafan okkar, Steinar Sigurjónsson á netfangið: steinar@simenntun.is eða í síma: 437-2392

Steinar er náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri í raunfærnimati hjá Símenntun á Vesturlandi og starfar þar í fullu starfi. Auk þess hefur hann tekið að sér stundakennslu og yfirferð verkefna í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Steinar er með BS gráðu í sálfræði í grunninn og hefur lokið þremur meistaragráðum; MS gráðu í mannauðsstjórnun, MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf. Steinar er með staðfest leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi frá mennta- og barnamálaráðherra og hefur bæði réttindi til að leggja fyrir raunfærnimat og áhugasviðskönnunina Bendil. Steinar kom fyrst að framkvæmd raunfærnimats þegar hann var í vettvangsnámi og frá árinu 2022 hefur hann haldið utan um og leitt vinnu varðandi raunfærnimat hjá Símenntun. Það sem Steinari finnst skemmtilegast í starfi sínu er að geta aðstoðað einstaklinga við að finna sinn farveg í námi eða starfi.

Efst á síðu